Honda bifreiðar eru framleiddar eftir ströngustu kröfum um vandaðan frágang og efnisval og eru í afar háum gæðaflokki.
Mikilvægt er að halda bifreiðinni í góðu ástandi og þess vegna hefur framleiðandi sett fram fyrirmæli um kerfisbundið þjónustueftirlit.
Áríðandi er að farið sé eftir þeim fyrirmælum og ábendingum sem þar eru gefin og að þjónustan sé framkvæmd af aðilum sem ráða yfir tæknilegum upplýsingum, sérverkfærum, sérþjálfuðum bifvélavirkjum til að sinna þessari þjónustu og Honda bilanagreini sem tryggir að nauðsynlegar hugbúnaðaruppfærslur séu framkvæmdar.
Við hvetjum þig eindregið til að nýta þér þessa þjónustu. Það eykur öryggi þitt á ferðalögum og verðmæti bifreiðarinnar þegar hún eldist.
5 ára ábyrgð og innifalin þjónustuskoðun fyrstu 3 árin.
Með öllum nýjum Honda bifreiðum fylgir 5 ára ábyrgð og þjónustuskoðanir fyrstu 3 árin.
*Innifalin þjónustuskoðun miðast við 10.000 km ekna á ári í þrjú ár. Nái bifreiðin 30.000 km innan þriggja ára fellur innifalin þjónustuskoðun niður eftir það.