Pakkaðu í töskurnar!
Þetta vinsæla hjól Honda CMX1100 Rebel er nú fáanlegt í Touring útfærslu. Rebel Touring er búið skjólgóðri vindhlíf og harðar töskurnar eru rúmgóðar svo nú getur þú tekið með þér það sem þú þarft fyrir helgarferðina eða bara vinnuna. Hjólið er glæsilegt og kemur með kraftmikilli 87 hestafla vél og hægt að velja um þrjár akstursstillingar sem gera ferðalagið þægilegt og ánægjulegt.
- Mótor -2 sílindra 87 hestöfl og 98NM tog
- Skipting - 6 gíra DCT sjálfskipting
- Bensíntankur - 13,6ltr
- Sætishæð - 700mm
- Eiginþyngd - 233kg